Fjölgreindaleikar

Fjölgreindarleikar verða haldnir í skólanum 5. og 6. nóvember 2019. Þeir eru hugsaðir sem góð og skemmtileg tilbreyting í skólastarfið. Nemendum er blandað í hópa og þau leysa ýmis skemmtileg verkefni. Elstu nemendur hvers hóp eru hópstjórar en tveir til þrír kennarar fylgja hverjum hópi. Alls fara nemendur í gegnum 24 verkefni á tveimur dögum. Hópurinn leysir ýmsar þrautir og vinnur verkefni sem gefa hópnum stig. Verðlaun verða veitt þeim hópi sem stendur sig best.

Fjölgreindaleikar er eitt af því sem nemendum finnst eftirsóknarverðast í skólastarfinu samkvæmt mati Ingvars Sigurgeirssonar sem framkvæmdi mat á skólastarfi skólans vorið 2019.

Myndir frá leikunum eru komnar inn á myndavefinn.