Foreldrar sæki börn í skólann

Foreldrar eru beðnir um að sækja börn í skólann fyrir kl. 15.00 á morgun, þriðjudaginn 10. desember vegna veðurs. Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13.00. Send verður út tilkynning til foreldra í fyrramálið fyrir hádegi um tímasetningar þegar veðurspá hefur skýrst enn frekar.

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun frá kl. 15 á morgun, þriðjudaginn 10. desember. Gul viðvörun verður í gildi frá klukkan 13 – 15 þegar sú appelsínugula tekur við. Engin röskun verður á skólastarfi í fyrramálið en ákveðið hefur verið að virkja röskun á skólastarfi frá kl. 15 og eru foreldar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir klukkan 15. Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13. Gert er ráð fyrir að allt það starf sem á sér stað eftir klukkan 15 á morgun falli niður eins og staðan er í dag.

Samgöngutruflanir eru líklegar á meðan veðrið gengur yfir og truflanir á flugsamgöngum. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni.

Íbúar eru beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum og hlýða fyrirmælum og tilmælum.

Veðurstofa Íslands.