Forvarnafræðsla

Björgvin Páll Gústavsson kom og ræddi við nemendur 9. bekkjar í vikunni. Fyrir utan að vera landsliðsmarkvörður í handbolta er Björgvin menntaður íþróttaþjálfari, einkaþjálfari, viðskiptafræðingur og að ljúka námi sem markþjálfari svo eitthvað sé nefnt. Björgvin fékk styrk frá Velferðarsjóði barna til heimsækja skóla og ræða forvarnir með örlítið öðru sniði en aðrir gera. Björgvin hitt nemendur í tveimur kennslustundum og önnur þeirra var í íþróttasal sem er nýjung. Heimsóknin tókst vel og samtal Björgvins og nemendanna var jákvætt og gott.

Verkefnið er tilraunaverkefni sem hófst í Kópavogsskóla og Smáraskóla og á eftir að fara víðar.