Frístund - íþróttaskóli fyrir 6-9 ára

Í vetur mun Kópavogsskóli í samvinnu við íþróttafélögin í bænum bjóða upp á íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. Íþróttaskólinn verður í íþróttahúsi Kópavogsskóla 2 sinnum í viku, á miðvikudögum og föstudögum. Skólinn er tvískiptur og verða 6 ára börn frá kl. 14:00 – 15:00 og 7-9 ár börn frá 15:00 – 16:00. Skólinn hefst 19. september og lýkur 14. desember.

Boðið verður upp á fjölbreyttar greina sem þjálfarar félagana sjá um að kenna og kynna, m.a. borðtennis, tennis, körfubolta, handbolta og frjálsar íþróttir.

Verð fyrir önnina er kr. 10.000,- og hægt er að nýta frístundastyrk Kópavogsbæjar til að greiða fyrir íþróttaskólann. Ath. að skráning í skólann leiðir ekki til lækkunar á dvalargjöldum frístundar. Skráning fer fram í gegnum Íbúagátt Kópavogsbæjar undir:

Kópavogsskóli – íþróttaskóli 6 ára
Kópavogsskóli – íþróttaskóli 7 – 9 ára

Athugið að aðeins eru 15 pláss í boði í hvorum hópi og gildir fyrstur skráir fyrstur fær.

Um tilraunaverkefni er að ræða og framhald verkefnisins ræðst af áhuga foreldra og því hvernig tekst til.