GERT verkefnið - Félag fagkvenna

Félagar úr "Félagi fagkvenna" komu í heimsókn til nemenda í 2. bekk til þess að kynna störf sín og störf iðnaðarmanna/kvenna. Við fengum til okkar þær Þebu sem er rafvirki og Heiði sem er húsgagnasmiður sem kynntu báðar störf sín. Nemendur fengu einnig að spreyta sig á verkefnum hjá þeim. Við þökkum kærlega fyrir komuna.

GERT - er verkefni þar sem meginmarkmiðið er að grunnmentun verði efld í raunvísindum og tækni. GERT tengir þátttökuskólana við atvinnulífið og býður upp á lausnir sem geta leitt af sér aukna þekkingu og ekki síður áhuga á raunvísindum og tækni og þannig uppfyllt betur framtíðarþörf vinnumarkaðar.

Hvað er GERT?