Göngum í skólann

Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í sextánda sinn hér á landi þegar verkefnið verður sett miðvikudaginn 7. september. Því lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október. Meginmarkmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar ásamt því að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Auk þess er reynt að stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og það hversu ,,gönguvænt” umhverfið er.

 Umsjónarkennarar munu kynna verkefnið fyrir nemendum sínum og foreldrar eru beðnir um að gera það líka. Stefnum að því að sem flestir taki þátt og bíllinn fái ,,hvíld" meðan verkefnið stendur yfir.