Grenndarfulltrúi

Í öllum grunnskólum eru starfandi skólaráð sem eru samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð er skipað fulltrúum starfsmanna, foreldra og nemenda og að auki svokölluðum ,,grenndarfulltrúa“. Grenndarfulltrúi getur verið einstaklingur sem býr í skólahverfinu en á ekki börn í skólanum eða þá að hann er viðbótarfulltrúi foreldra. Vorið 2020 varð breyting þegar einn foreldrafulltrúanna hætti og þáverandi grenndarfulltrúi var valinn í hans stað sem fulltrúi foreldra.

Kópavogsskóli auglýsir nú eftir einstaklingi sem vill taka að sér að vera grenndarfulltrúi og taka þátt í fundum skólaráð sem eru 5-6 á hverju skólaári. Hér eru upplýsingar um skólaráð Kópavogsskóla og hér er reglugerð um starfsemi skólaráða

Þeir sem hafa áhuga á að taka þetta að sér eru beðnir að senda skólastjóra tölvupóst (goa[hjá]kopavogur.is) fyrir 1. október en skólaráðið velur síðan fulltrúa úr hópi þeirra sem gefa kost á sér.