Gul viðvörun 7. janúar

,,Skilaboð frá almannavörnum á höfuðborgarsvæðinu. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag þriðjudag.”

Stundaskrá verður lokið og því verða aðeins börn í Frístund í skólanum eftir kl. 15:00. Foreldrar þeirra barna eru beðnir um að sækja þau þegar Frístund lýkur því það má ekki senda þau ein heim.