Landsbjörg gefur endurskinsvesti og endurskinsmerki

Landsbjörg kom færandi hendi í skólann í gær og gaf okkur endurskinsvesti og endurskinsmerki fyrir yngstu nemendurna. Vestin ætlum við að geyma í skólanum fyrir vettvangsferðir en merkin fá nemendur afhent til að fara með heim. Foreldrar aðstoða börnin við að hengja merkin á skólatösku eða fatnað. Við þökkum kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.