Námskynning fyrir foreldra nemenda í 1. bekk

Kæru foreldrar/forráðamenn,

Við viljum bjóða ykkur hjartanlega velkomin á námskynningu fyrir foreldra nemenda í 1.bekk Kópavogsskóla

sem fer fram þriðjudaginn 30.september kl: 17:00-20:00 í sal skólans.

Á dagskrá kvöldsins verða margvísleg gagnleg erindi sem snúa að fyrstu skrefum barnanna í grunnskólanum. 

Meðal þeirra sem stíga á stokk eru:

* Skólasálfræðingur með innlegg um að byrja í skóla og tilfinningaleg viðbrögð barna.

* Forstöðumaður Stjörnunnar kynnir starfsemi frístundar og svarar spurningum.

* Fulltrúi foreldrafélagsins segir frá starfi félagsins og þáttöku foreldra.

* Talmeinafræðingur skólans fjallar um málþroska og mikilvægi hans í námi.

Að sjálfsögðu gefst einnig tækifæri til samtals og spurninga, og vonumst við til að sjá sem flesta.

Skólinn býður svo foreldrum til kvöldverðar, þar sem boðið verður upp á súpu að hætti kokksins.

Ef einhverjir foreldrar óska eftir þjónustu túlks, vinsamlega sendið þá tölvupóst á  bergdisf@kopavogur.is sem fyrst.  

Við hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur góðar samverustundir!

Bestu kveðjur

Bergdís Finnbogadóttir, deildarstjóri Kópavogsskóla