Námskynningar í 2. -5. bekk verða nú í lok september.
Kynningarnar verða með þeim hætti að umsjónarkennarar taka á móti ykkur foreldrar í heimastofum árganganna og í framhaldi af kynningunni hjá þeim taka börnin á móti ykkur þar sem þau verða nú í list- og verkgreinum og gefst ykkur tækifæri til að sjá þau í verklegri kennslu og sjá verk þeirra í vinnslu.
Foreldrar mæti sem hér segir;
22. september - 4. bekkur, mæting kl: 8:15
22. september - 3. bekkur, mæting kl: 8:15
25. september - 5. bekkur, mæting kl: 9:55
30. september - 2. bekkur, mæting kl: 9:55
Við viljum benda ykkur á að bílastæðin við skólann eru ekki mörg og því getur verið erfitt að fá bílastæði við skólann.