,,Okkar Kópavogur"

Verkefnið Okkar Kópavogur er nú hafið og í september og október er kallað eftir hugmyndum að verkefnum til framkvæmda í bænum. Íbúar Kópavogs munu geta kosið á milli hugmynda á nýju ári, en 200 milljónum verður varið að framkvæma verkefni árin 2022 og 2023. Hér er kjörið tækifæri til að koma góðum hugmyndum á framfæri.

Við vekjum athygli á að sérstakur hnappur verður settur á spjaldtölvur grunnskólabarna í Kópavogi meðan á hugmyndasöfnun stendur og að í vetur munu allir íbúar Kópavogs sem fæddir eru árið 2008 eða eldri geta kosið um verkefnin sem komast áfram í hugmyndasöfnuninni.

Nánari upplýsingar