Páskaleyfi og skólastarf eftir páska - english below

Mánudaginn 6. apríl byrjar páskaleyfi nemenda og skólastarf hefst að því loknu þriðjudaginn 14. apríl. Frá því að skólastarf hófst að loknu verkfalli hafa nemendur í 1.-5. bekk fengið kennslu í skólahúsinu í tvær klukkustundir á dag og nemendur í 6. og 7. bekk hafa komið í stuttar staðlotur í 2-3 skipti. Rafræn samskipti og fjarkennsla hafa einnig verið virk hjá þessum hópum en það er mjög mikilvægt að nemendur hafi markvisst skipulag í skóla og heima og verkefni til að vinna. Þær hömlur sem eru á samskiptum reyna mjög mikið á börn og mikilvægt að gefa sér tíma til að ræða við þau. Ef foreldrar hafa verulegar áhyggjur af barni sínu geta þeir sent skólastjóra tölvupóst (goa[hjá]kopavogur.is) og þá verður þörfin fyrir aðkomu sálfræðings metin.

Eftir fund Almannavarna í gær er ljóst að samkomubann verður í gildi fram til mánudagsins 4. maí og því er gert ráð fyrir að kennsla nemenda í 1.-5. bekk verði með svipuðu sniði áfram að loknu páskaleyfi. Þar verða þó þær áherslubreytingar að hlutur list- og verkgreinakennslu verður aukinn en tímasetningar kennslustunda eiga þó ekki að breytast.

Nemendur í 8.-10. bekk voru eingöngu í fjarkennslu og hafa mætt vel á daglega fjarfundi með kennurum. Það eru ekki áætlanir um miklar breytingar hjá nemendum í 6.-9. bekk en áhyggjur okkar snúa mest að nemendum 10. bekkjar sem eru að ljúka grunnskólanámi í júní. Markmiðið er að þau komi í skólann eftir páska og hitti kennara sína jafnhliða fjarnáminu og ljóst að það verða annasamar vikur hjá þeim fram að útskrift.

Við biðjum foreldra að vera í sambandi við kennara með tölvupósti (netföng eru á kopavogsskoli.is) vegna náms og skólatengdra mála barnanna og svo er um að gera að láta börnin hringja í hvert annað til að stytta sér stundir.

Skipulag eftir páska er allt sett fram með fyrirvara um breytingar sem geta orðið í framhaldi af tilmælum Almannavarna.

Embætti landlæknis er með mjög góð ráð til foreldra á heimasíðu sinni og við hvetjum foreldra til að kynna sér þetta.

Lestur er allra gagn og það er hægt að taka þátt í lestrarátaki Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Nánari upplýsingar áður en skólastarf hefst á ný.

 

Með von um að allir eigi ánægjulega páska

 

english:

Easter vacation will start next monday and the school starts again og Tuesday, April 14. Since school started after the strike, students in 1.-5. class has been in the school house for two hours each day and students in classes 6 and 7 have come in for short sessions 2-3 times. Electronic communication and distance learning have also been active in these groups, but it is very important for students to study both in school and at home. The restrictions on communication are difficult for children and it is important for parents to take the time to discuss them. If parents are seriously concerned about their child, they can send the principal an email (goa [at] kopavogur.is) and then the need for a psychologist's involvement will be assessed.

After yesterday's Almannavarnir meeting, it is clear that the ban for big groups to meat will remain in effect until Monday, May 4, so students schedule classes 1-5 will be in a similar format after the Easter holidays. However, there will be a change in emphasis that the share of art and art teaching will be increased, but the timing of lessons should not change.

Students in classes 8-10 were in distance education and have met well during daily conference meetings with teachers through google meet. There are no plans for major changes in students from 6-9 class, but our concerns are most focused on the 10th grade students who are finishing primary school in June. The goal is for them to come to school after Easter and meet their teachers and also be in distance education until they graduate.

We ask parents to stay in touch with teachers via email (e-mail addresses are on kopavogsskoli.is) for their children's education and school-related affairs, and also tell the children to telephone each other so they could be in contact.

It is possible that we have to change  our plan if Almannavarnir send us new informations regarding COVID-19.

The Office of the Director of Health has very good advice for parents on their website and we encourage parents to check this out.

More information before the school starts again

Happy Easter