Samfélagsmiðlar

Við viljum  benda foreldrum á að samfélagsmiðlar eru ekki taldir æskilegir yngri börnum en 13 ára. Engin lög eru til yfir það, en hér á landi hafa leiðbeinandi aðilar beint þeim tilmælum til foreldra að virða þau aldurstakmörk sem miðlarnir sjálfir setja (sem er 13 ára aldur t.d á Facebook, Snapchat og Instagram). Þegar slíkir miðlar eru notaðir þarf að hafa öryggisstillingar í lagi, notendur þurfa að passa að samþykkja ekki vinabeiðnir frá einhverjum sem þeir þekkja ekki, þeir þurfa að hugsa vel hvernig myndir þeir birta af sjálfum sér og öðrum og vanda samskiptin. Við ráðleggjum foreldrum að fylgjast vel með notkun barna sinna og beina þeim í að bíða með notkun þeirra þar til þau hafa aldur og þroska til.