Skilaboð í símkerfi

Sl. föstudag féll skólahald niður vegna óveðurs en skólarnir voru opnir ef einhver börn myndu mæta. Þegar hringt var í númer Kópavogsskóla tilkynnti sjálfvirkur símsvari að skólinn væri lokaður. Símsvarinn var settur inn án samráðs við stjórnendur Kópavogsskóla og hér voru starfsmenn til staðar ef börn kæmu í skólann. Hann er settur inn miðlægt og það uppgötvast ekki fyrr en um hádegi að ekki væri hægt að ná sambandi við skólann. Símsvarinn var ekki tekinn af fyrr en um 8:15 í morgun, mánudag,  og við biðjumst velvirðingar ef þetta hefur valdið óþægindum.