Skjáviðmið fyrir börn og ungmenni

Börn í dag alast upp í umhverfi sem er hlaðið tækjum og með stöðugum tækninýjungum. Með skynsamri umgengni við þessi tæki geta þau verið hluti af góðu uppeldi og góðri menntun. Fyrstu kynni barna af snjalltækjum ættu alltaf að fara fram undir handleiðslu foreldra, forsjáraðila og/eða annarra fullorðinna. Spjaldtölvuverkefnið leggur mikla áherslu á að foreldrar fái fræðslu um handleiðslu þegar spjaldtölva er afhent í grunnskólum Kópavogsbæjar. Í umhverfi okkar eru snjalltæki út um allt og saman þurfum við að læra að umgangast tæknina. Landlæknisembættið í samstarfi við samtakanna Heimili og skóli - SAFT hefur nú gefið út viðmið um skjánotkun fyrir þrjá aldurshópa sem við fögnum. 

Viðmið fyrir börn að 5 ára aldri

Viðmið fyrir börn 6 - 12 ára

Viðmið fyrir ungmenni 13 - 18 ára