Skóladagatal 2019-2020

Skóladagatal fyrir skólaárið 2019-2020 hefur verið samþykkt í Menntaráði Kópavogs og það er hægt að nálgast hér. Það er að mestu með hefðbundnu sniði en í október 2019 er breyting sem vakin er sérstök athygli á. Vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks Kópavogsskóla til Póllands liggja tveir skipulagsdagar saman, þ.e. fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. október og mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. október er vetrarleyfi. Gert er ráð fyrir að frístund verði opin fimmtudaginn 17. október en hugsanlega með örlítið breyttu starfi ef margir starfsmanna frístundar fara með í Póllandsferðina. Frístund verður hins vegar lokuð föstudaginn 18. október. Þetta verðu kynnt nánar er nær dregur. Ef spurningar vakna vegna þessa þá vinsamlega sendið tölvupóst á kopavogsskoli@kopavogur.is.