Skólaheimsókn verðandi nemenda í 1. bekk Kópavogsskóla

Fyrsta heimsókn

22. 23. og 24. mars næstkomandi er fyrsta heimsókn verðandi 1.bekkinga í Kópavogsskóla. Mæting er í sal skólans þar sem tekið verður á móti þeim og þeim skipt í tvo hópa. Þau fá kynningu á Stjörnunni frá forstöðumanni frístundar, en Stjarnan er frístundaheimili Kópavogsskóla. Í Stjörnunni fá þau jafnframt að leika sér í nokkra stund. Nemendur fá einnig skoðunarferð um skólann með deildarstjóra yngra stigs.

 Mæting heimsókna er frá 9:30-11:00.

 Nemendur sem koma frá Kópasteini, Skólatröð og Urðarhóli koma þann 22. mars, nemendur frá Kópahvoli þann 23. mars og nemendur sem eru að koma frá öðrum leikskólum koma þann 24. mars í fylgd með foreldri.

Önnur heimsókn

Í þessari heimsókn fá verðandi 1. bekkingar að koma í heimsókn í kennslustund hjá núverandi 1. bekk. Þau vinna létt verkefni, hafa með sér nesti, fara í frímínútur og í lok heimsóknar fá þau hádegismat.

Mæting er frá kl: 9:00-11:30

14.apríl - Kópasteinn, Urðahóll og Skólatröð

21.apríl - Kópahvoll

28.apríl - Börn af öðrum leikskólum

Vorskóli í maí

Í maí verður svo boð um að koma í vorskóla fyrir verðandi 1.bekkjar nemendur í Kópavogsskóla haustið 2021.

Í vorskólann mæta nemendur í tvo daga 26. og 27.maí frá kl: 14:00 - 16:00 og nú eru það foreldrar sem sjá alfarið um að koma börnum sínum í vorskólann. Þau fá að æfa sig í að vera í skólanum, vinna verkefni, leika og syngja og fá hressingu í boði skólans.

Seinni daginn 27.maí verður svo foreldrafundur frá kl: 15:15-16:00 þar sem foreldrar fá kynningu á væntanlegu skipulagi skólastarfsins og stjórnendur svara spurningum foreldra.

Frístundaheimilið Stjarnan í Kópavogsskóla

Foreldrar barna í 1.- 4. bekk eiga kost á gæslu fyrir börn sín í Stjörnunni sem er Frístund skólans gegn mánaðarlegu gjaldi. Stjarnan er opin mánudaga - fimmtudaga kl. 13:15-17:00 og á föstudögum kl. 12:10-17:00.

Stjarnan er opin frá kl. 08:00-16:30 á ráðstöfunardögum/starfsdögum samkvæmt skóladagatali skólans.