Skólalok og skólaslit

Nú er skólastarf komið á fullt skrið í framhaldi af samkomubanni og verkfalli. Eftirfarandi atriði eru til upplýsingar vegna skólaloka og skólaslita:

  • árshátíð unglingastigs (einfölduð) verður 20. maí

  • skólaslit verða 8. júní og tímasetningar auglýstar er nær dregur

  • allir árgangar fara í ferðir í lok skólaársins

  • útileikhúsi nemenda 5. bekkjar er frestað og árgangurinn setur það upp í haust

  • lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir nemendur 7. bekkjar í Kópavogi er felld niður

  • vorhátíð foreldrafélags felld niður vegna samkomutakmarkana

  • gleði á skólalóð og vorgrill nemenda færist til 5. júní