Skólastarf frá 6. apríl

Skólahald þriðjudaginn 6. apríl hefst kl. 10:00 en sú tímasetning er sameiginleg ákvörðun yfirstjórna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Helstu atriði nýrrar reglugerðar sem gildir til 15. apríl 2021 eru:

  • Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkunum og grímuskyldu.
  • Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
  • Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
  • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
  • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.
  • Í sameiginlegum rýmum, t.d. anddyrum og matsal geta hópar nemenda farið yfir 50 en starfsmenn verða að nota grímu.

Stundaskrár nemenda ganga því að fullu í gíldi 6. apríl með þeirri undantekningu að ekki verður kennt sund vegna skipulagsmála í sundlaug. Sundkennarar vinna með börnin í bekkjarstofum þann dag. Gert er ráð fyrir að sundkennsla verði samkvæmt stundaskrá frá og með 7. apríl.


Starfsemi mötuneytis og frístundar verður samkvæmt áætlun frá og með 6. apríl og engar hömlur á starfseminni.