Sprotasjóður styrkir tvö verkefni

Tvö þróunarverkefni Kópavogsskóla hlutu styrk frá Sprotasjóði næsta skólaár. Annars vegar er það verkefni starfsfólks Námsversins sem ætlar að gera námskrá um Samvinnunám í skólastarfinu. Hins vegar var styrkur veittur til þróunarverkefnis í samstarfi við Skema en það verkefni gengur út á að prófa og rýna samþættingu á námi og kennslu í forritun og samfélagsfræði. Við erum að vonum afskaplega þakklát og hlökkum til komandi skólaárs.