Sund- og leikfimikennsla - breytingar

Almannavarnir hafa gefið út fréttatilkynningu þar sem segir m.a.:

,,Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins tekið þá ákvörðun að stöðva allt íþróttastarf og kennslu sem fram fer innandyra á þeirra vegum frá og með deginum í dag til 19. október. Öll íþróttakennsla mun fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Sundlaugar verða enn fremur lokaðar fyrir almenning og skólasund fellur niður."

Íþróttakennarar munu því sjá um hreyfingu nemenda utandyra þar til annað verður ákveðið.

 

Í ljósi þessara fréttatilkynningu mun öll sund- og íþróttakennsla vera utandyra og fara fram frá Kópavogsskóla til 19. október. Því er mikilvægt að nemendur komi vel klæddir til að takast á við aukna útiveru.