Upplýsingabréf til foreldra barna í 1.-4. bekk og starfsmanna - english below

Verkfalli Eflingar er að ljúka og á morgun, miðvikudaginn 25. mars, verður skólinn þrifinn svo hægt verði að hefja kennslu á ný. Viðvera nemenda verður með mjög breyttu sniði frá því sem áður var kynnt enda margt breyst undanfarna daga.

Ath: ÞEIR FORELDRAR SEM KJÓSA AÐ SENDA BÖRNIN EKKI Í SKÓLANN VERÐA AÐ SENDA TÖLVUPÓST Á kopavogsskoli@kopavogur.is OG TILKYNNA ÞAÐ FORMLEGA.

Við vitum um töluvert marga foreldra sem ætla að hafa börnin heima og því verða nemendahópar væntanlega ekki fjölmennir. Hér er yfirlit um viðveruna en nákvæmari tímasetningar og upplýsingar um skipulag fyrir hvern árgang verða sendar á morgun, miðvikudag.

Kennsla nemenda í 1.-4. bekk hefst fimmtudaginn 26. mars og skipulagið verður sem hér segir:

1. bekkur: kennsla í 3-4 hópum kl. 11:00-13:00

2. bekkur: kennsla í 2-3 hópum kl. 11:20-13:20

3. bekkur: kennsla í 2-3 hópum kl. 8:30-10:30

4. bekkur: kennsla í 2-3 hópum kl. 8:00-10:00

Miðað er við að hópar hittist ekki á skólatíma.

Frístund er eingöngu fyrir þau börn í 1. og 2. bekk sem eru börn svokallaðra ,,framlínustarfsmanna“ en sækja þarf sérstaklega um fyrir þau á island.is. Frístund verður opin frá kl. 08:00 þar til kennsla hefst. Eftir að kennslu lýkur geta þau farið aftur í Frístund og verið til kl. 17:00

Nemendur þurf að hafa með sér vatnsbrúsa og einnig er í lagi að hafa gsm síma því við heimilum ekki símhringingar úr almenningssímum. Mikilvægt er að nemendur borði morgunmat áður en þeir koma í skólann og borði svo aftur þegar þeir eru komnir heim. Foreldra barna í Frístund fá nákvæmara bréf um skipulagið og nestismál.

Umsjónarkennarar senda nánari upplýsingar um skipulag hvers árgangs á morgun, miðvikudag.

 

Information to parents of children in 1.-4. class and school staff

The Efling strike is over and tomorrow, Wednesday, March 25, the school will be cleaned so we can start teaching again. Students' presence will be in a very different format from what was previously announced as many things have changed in recent days.

Note: THE PARENTS WHO CHOOSE NOT TO SEND THEIR CHILDREN TO SCHOOL MUST SEND AN E-MAIL AT kopavogsskoli@kopavogur.is AND NOTIFY IT.

We know of quite a few parents who are planning to have their children at home, so student groups are unlikely to be crowded. The schedule is (more detailed timing and planning information for each class will be sent tomorrow, Wednesday):

Teaching students in 1.-4. class begins on Thursday, March 26, and the schedule will be as follows:

1. class: teaching in 3-4 groups at. 11:00-13: 00

2nd class: teaching in 2-3 groups at. 11: 20-13: 20

3. class: teaching in 2-3 groups at. 8: 30-10: 30

4th class: teaching in 2-3 groups at. 8: 00-10: 00 

The plan is that the groups will not meet during school hours.

Frístund is only for children in grades 1 and 2 who are children of so-called "frontline workers" but they need to apply specifically for them on island.is. Frístund will be open from 8am until they meet their teachers  and after that they can go back to Frístund and can stay there until 17:00 o´clock.

Students need to bring a water bottle with water and it is also okay to have a mobile phone because we do not allow telephone calls from public phones. It is important that students eat breakfast before they come to school and then eat again when they return home. Parents of children at Frístund will receive more detailed letter from Frístund.

Teachers will send further information tomorrow, Wednesday.