Upplýsingar og ábendingar til foreldra 18. mars

Nokkur atriði til upplýsingar en óvissan er mikil og því getur þetta breyst með engum fyrirvara.

 Meðan á verkfalli stendur

 • búið til stundaskrá fyrir hvern dag þar sem kemur fram hvenær unnið er í námsefni, hvenær það eru ,,frímínútur“ og hvenær það er nestistími. Munið að skipuleggja hreyfitíma á hverjum degi. Það er mjög gott að miða við að stundaskráin hefjist kl. 8-9 og nái fram til kl. 12-13. Börn hafa mikla þörf fyrir ramma og því þarf að búa hann til með þeim. Svo skiptir öllu máli að fara eftir honum.

 • kennarar verða í reglulegum rafrænum samskiptum. Foreldrar eru hvattir til að senda þeim fyrirspurnir og skilaboð til að fá ráðleggingar varðandi skipulag dagsins fyrir nemendur. Netföng eru á vef Kópavogsskóla kopavogsskoli.is

 • bendum m.a. á eftirfarandi til upplýsingar:

Eftir að verkfall leysist (hver árgangur fær nákvæmt yfirlit sent þegar verkfall leysist)

Stundaskrár árganga voru sendar í mentorpósti 17. mars (einnig hér: 1.-5. bekkur, 6.-10. bekkur og námsver)

 • nemendur mæti í skólann á tilgreindum tíma svo þeir safnist ekki saman í stórum hópum

 • árgöngum hefur verið skipt upp í smærri hópa og hver hópur verður í sér kennslurými með kennara

 • stundaskrá gerir ráð fyrir að nemendur í 3. - 10. bekk fari heim um hádegi og borði hádegismat heima. Þeir þurfa að koma með morgunnesti að heiman og borða það í kennslustofunni. Allir nemendur verða að koma með fullan vatnsbrúsa að heiman.

 • gert er ráð fyrir frímínútum í skipulaginu en þær eru settar upp þannig að hópar blandist ekki

 • nemendur í 1. og 2. bekk geta farið í Frístund um leið og kennslu lýkur. Þeir þurfa að koma með nesti fyrir morguninn og einnig fyrir hádegið en fá nestispakka í frístund.

 • frístund lýkur kl. 15:00 nema fyrir börn svokallaðra ,,framlínustarfsmanna” en það eru heilbrigðisstarfsmenn og starfsmenn sem sinna ákveðnum störfum vegna kórónaveirunnar.

 • foreldra sem teljast ,,framlínustarfsmenn” þurfa að fara inn á island.is og sækja þar um lengda viðveru í Frístund. Kópavogsskóli fær lista með nöfnum foreldra sem falla undir skilgreininguna og tryggir að börn þeirra geti verið í Frístund til kl. 16:00. Þar er um að ræða börn í 1.-4. bekk

 • öll salerni sem nemendur hafa aðgang að verða þrifin reglulega