Útskriftarhátíð 10. bekkjar 2019

Nemendur sem fædd eru árið 2003 luku grunnskólagöngu sinni í gær, fimmtudaginn 6. júní. Það voru 29 nemendur sem héldu út í sumarnóttina með vitnisburðinn sinn eftir að hafa kvatt starfsfólk og skólann sinn.

Fulltrúar nemenda í nemenda- og skólaráði stigu fram og afhentu umsjónakennurum og starfsfólki glaðning og tóku það fram að þau hlökkuðu strax til að mæta á endurfundi að ári í Kjarnanum sem er félagsmiðstöð skólans.

Umsjónakennarar töluðu til nemenda, kennarar veittu viðurkenningar í einstökum námsgreinum og að lokum brögðuðu hátíðargestir á gómsætum kaffiveitingum frá 9. bekk. 

Við þökkum árgangi 2003 og foreldrum þeirra kærlega fyrir samveruna síðast liðin 10 ár og árgangi 2004 og foreldrum þeirra fyrir veitingarnar sem voru stórglæsilegar.

Myndir frá útskriftarhátíðinni má finna á læstum myndavef skólans.

Sjáumst í skólanum! - Góðar stundir.