Valbæklingar unglingastigs árið 2024-2025

Í maímánuði velja nemendur í unglingadeild skólans valfög fyrir næsta vetur. Mikilvægt er að skoða vel það val sem er í boði hverju sinni. Valfög eru hluti af aðalnámskrá grunnskóla fyrir nemendur í 8.-10. bekk og þurfa þeir nemendur að velja þrjú valfög fyrir veturinn. Hægt er að fá skipulagðar íþróttir og listgreinar sem eru æfðar undir handleiðslu þjálfara/kennara metnar sem hluta af valgreinum.

 

Næsta vetur munu einnig nemendur í 7. bekk geta valið á milli valfaga hafi þeir áhuga á. Er það hluti af því að aðlaga þá að unglingastigi skólans.

 

Í lok apríl/byrjun maí fá nemendur í 6.-9. bekk kynningu á valfögum skólans og hvernig fylla skuli út umsóknareyðublöðin. Umsóknir um valfög þarf að skila inn fyrir miðvikudaginn 15. maí 2024.

 

Hérna má finna valbækling nemenda í 7. bekk og hérna má finna valbækling nemenda í 8. - 10. bekk.