Verkfall hafið - english below

Því miður er sú staða komin upp að samningar hafa ekki tekist í kjaradeild Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga og því hófst verkfall kl. 12:00 í dag. Afleiðingarnar eru þær að loka þarf skólahúsnæðinu frá og með 6. maí þar sem engin er til að þrífa skólann. Þegar verkfall skall á í mars var skólinn opinn í þrjá daga eftir að verkfall hófst en ástæða þess að skólinn lokar núna strax er að Almannavarnir hafa gefið út gátlista þar sem fram kemur að það þarf að þrífa og sótthreinsa alla snertifleti á hverjum degi vegna hættu á COVID-19 smiti. Frístund mun einnig loka.

Nemendur og kennarar fara því aftur í fjarkennslu/fjarnám með svipuðum hætti og var fram til 4. maí. Við erum einnig að skipuleggja útikennslu á skólalóðinni og í nágrenni skólans nokkrar kennslustundir í viku fyrir hvern árgang og reynum að tengja það við íþróttakennslu því starfsfólk íþróttahúsa og sundlauga er ekki í verkfalli og því hægt að kenna þær greinar.

Þrátt fyrir þetta verður nemendum 10. bekkjar kennt í skólahúsinu samkvæmt stundaskrá því þeir eru að ljúka grunnskólanámi í vor og námsárangur hefur áhrif á valmöguleika á framhaldsskólum. Skólastjóri hefur heimild til að þrífa kennslurými þeirra og gerir það.

Gert er ráð fyrir að útikennsla byrji á fimmtudaginn og upplýsingar um skipulagið verða sendar til foreldra á morgun, miðvikudag.

Það er alger óvissa um hve lengi þetta ástand varir en foreldrar verða upplýstir um gang mála.

 

 

Unfortunately an agreement have not been reached in the negotiations between Efling and Samband íslenskra sveitarfélaga  so strike started at 12:00 today. The consequences are that the school will close tomorrow  because there is no one to clean the building. When the strike began in March, the school was open for three days after the strike began, but the reason for the school will close immediately now is that Almannavarnir have published a checklist stating that every touch surface needs to be cleaned and disinfected every day because of COVID-19 infection. Frístund will also close.

Students and teachers therefore return to distance education/distance learning in a similar manner as they did in april.  We are also organizing outdoor teaching on the school grounds and in the neighbourhood a few lessons per week for each class and try to link it to sports teaching because the staff at sports houses and swimming pools are not on strike.

Nonetheless, 10th grade students will be taught in the schoolhouse according to the timetable because they are completing elementary education this spring and academic achievement has an impact on their college choices. The principal is authorized to clean their teaching space and does so.

We plan to start  outdoor teaching on Thursday and further information will be sent to parents tomorrow, Wednesday

We are uncertain how long this situation will last but parents will be informed of the progress.