Vináttudagur 8. nóvember 2018

Nemendur 3ja bekkjar Kópavogsskóla ganga að leikskólunum Kópahvoli, kl. 9:00, og Skólatröð kl. 9:10. Þau bjóða leikskólabörnum í Kópavogsskóla og ganga með þeim þangað þar sem allir nemendur skólans taka þátt í dagskrá dagsins.

Dagskrá hefst á sal kl. 9:20
1. Vináttuganga um skólann - allir safnast saman í samkomusal
2. Nemendur leikskólanna syngja lag með 1. bekk og leikskólabörnum sem eru sérstakir gestir.
3. Dagkrá frá nemendafélagi skólans.
4. Samsöngur – lög um góð samskipti og vináttu
Dagskrá lýkur um kl. 9:50

Eftir að dagskrá lýkur hittast vinabekkir skv. skipulagi kennara.

Nánar um vináttudag gegn einelti.