Vorskóli

Vorskóli Kópavogsskóla verður 26. og 27. maí frá klukkan 14:00-15:30

Við hlökkum til að taka á móti nýjum nemendum í Kópavogsskóla og takast á við skemmtileg verkefni með þeim.  Í Vorskólanum hitta nemendur kennara og samnemendur sína, fá hressingu í boði skólans og takast á við skemmtileg verkefni.   Foreldrar geta fyrri daginn skoðað skólann ásamt deildarstjóra í upphafi dags en þann seinni verða bæði deildarstjóri og forstöðumaður frístundar til staðar í sal skólans milli kl: 15:00 og 15:30 til að svara spurningum ef einhverjar vakna um komandi skólaár.  Frekari kynning á skólastarfi næsta skólaárs verður síðan næsta haust. 

Sjáumst í skólanum !