Fréttir

09.08.2018

Skólasetning 2018

Nemendur Kópavogsskóla mæta á skólasetningu fimmtudaginn 23. ágúst sem hér segir: Nemendur í 2. - 4. bekk mæta kl. 9:00 í sal skólans Nemendur í 5. - 7. bekk mæta kl. 10 í sal skólans. Nemendur í 8. - 10. bekk mæta kl. 11 í sal skólans Í framhaldi af skólasetningu fara nemendur í stofur og ræða við umsjónarkennara. Fyrsti kennsludagur í 2. - 10. bekk er 24. ágúst samkvæmt stundaskrá. 1. bekkur. Haft verður sambandi við foreldra nemenda 1. bekkjar og þeir boðaðir í einstaklingssamtöl 23. ágúst eða 24. ágúst. Frístund er opin fyrir nemendur þessa daga. Þau mæta fyrsta skóladaginn sinn mánudaginn 27. ágúst kl. 08:30. Öllum nýskráðum nemendum skólans (öðrum en nemendum 1. bekkjar) er boðið að koma í heimsókn þriðjudaginn 21. ágúst kl. 15 til að hitta umsjónarkennara og ganga um skólahúsnæði. Námsgögn: Kópavogsbær mun útvega námsgögn fyrir alla nemendur nema skóatöskur, íþróttafatnað og góð heyrnatól (sem ná yfir eyrun) vegna vinnu með snjalltækjum. Það þurfa foreldrar að kaupa fyrir börn sín.
07.08.2018

Sumardvöl verðandi 1. bekkinga

Frístundaheimili Kópavogsskóla fyrir verðandi nemendur 1. bekkjar opnar miðvikudaginn 8. ágúst kl. 8:00. Skráningar fóru fram sl. vor og foreldrar allra nemenda sem eru skráðir eiga að hafa fengið tölvupóst með öllum upplýsingum.
25.06.2018

Sumarleyfi

Skrifstofa Kópavogsskóla verður lokuð vegna sumarleyfa frá 25. júní - 8. ágúst.
04.06.2018

Skólaslit 2018