Upplýsingar til foreldra 25. mars - english below

Umsjónarkennarar í 1.-5. bekk hafa sent ítarlegar upplýsingar varðandi viðkomandi árganga og skipulag skólastarfs fram að páskaleyfi (þ.e. út næstu viku). Sumt að því sem hér er talið upp hefur því komið fram og er þá áréttað:

 • Börnin eiga að mæta á uppgefnum tíma við réttan inngang. Kennari tekur á móti hópnum og skólanum er síðan læst.
 • Ef börnin koma eftir að hópurinn er farinn inn getum við ekki tekið á móti þeim og þau þurfa að fara aftur heim.
 • Foreldrar fá ekki að fara inn í skólahúsið en geta haft samband í síma 441 3401 eða sent tölvupóst á kopavogsskoli@kopavogur.is
 • Skólastarfið er skipulagt þannig að það verði sem minnst blöndun milli hópa.
 • Börnin eru aðeins 2 klukkustundir á dag í skólanum og því verða ekki frímínútur og ekki nestistími
 • Margir foreldrar kjósa að hafa börnin heima og fjarkennsla verður því áfram samkvæmt því skipulagi sem kennarar auglýsa.
 • Skólanum hefur verið skipt í svæði og áhersla lögð á að starfsmenn sem sinna viðkomandi börnum og ræstingu í rýmum fari ekki á milli svæða.
 • Viðvera starfsmanna í skólahúsinu er bundin við þann tíma sem börnin mæta og því þarf að hafa samband við kennara með tölvupóst en ekki símtölum.

Nemendur á unglingastig verða alfarið í fjarkennslu fram til páska og koma því ekkert í skólahúsnæðið. Nemendur í 6. og 7. bekk verða að mestu í fjarkennslu en hitta kennara væntanlega einu sinni í skólahúsnæðinu í næstu viku. Þeir fá sendar upplýsingar um það.

 

Information for parents 

Teachers in 1st-5th. class have sent information about the schedule and other information to parents and therefore some of the things listed here are just to highlight it:

 • Children should attend at the specified time at the correct entrance. A teacher take the group to their classroom and the school is then locked.
 • If a child arrives to late they need to return home.
 • Parents are not allowed to enter the school building but can contact us on tel.  441 3401 or send an email to kopavogsskoli@kopavogur.is
 • We will try to have minimal mixing between groups.
 • Children are only 2 hours a day at school, so there will be no pause and no time for refreshments
 • Many parents choose to have their children at home, so distance education will continue according to the organization advertised by teachers.
 • The school has been divided into areas and emphasized that staff who take care of the children do not move to other areas.
 • The presence of staff in the schoolhouse is limited to the time the children attend and therefore parents can just contact the teacher by e-mail, not by telephone.

Students in class 8.-10. will be in distance education until Easter and students in class 6 and 7 will mostly be in distance education.