Jólaskemmtanir Kópavogsskóla 2023

Jólaskemmtun unglingastigs verður haldin í samstarfi við félagsmiðstöðina Kjarnann þriðjudaginn 19. desember klukkan 20:00-22:00 í sal skólans.

 

Jólaskemmtanir yngri nemenda verða haldnar miðvikudaginn 20. desember.

Yngsta stig – 1.-4. bekkur – klukkan 8.00-10:00. Nemendur mæta í stofujól kl. 8:00 til sinna umsjónarkennara og svo hefst dagskrá á sal klukkan 9:00-10:00.

Dagskrá í sal kl. 9:00-10:00

Litla stúlkan með eldspýturnar - barnasöngleikur  - 4. bekkur

Skólahljómsveit Kópavogs

Gengið í kringum jólatréð og sungið

 

Miðstig – 5.-7. bekkur – klukkan 9:00-11:00. Nemendur mæta í stofujól kl. 9:00 til sinna umsjónarkennara og svo hefst dagskrá á sal skólans kl. 10:10-11:00.

Dagskrá á sal kl. 10:10-11:00

Skólahljómsveit Kópavogs

Litla stúlkan með eldspýturnar - barnasöngleikur  6. bekkur

Gengið í kringum jólatréð og sungið