Peysusala í Kópavogsskóla

Nú er að fara af stað peysusala í Kópavogsskóla. 10. bekkur heldur utan um verkefnið ásamt foreldrum og er verkefnið hluti af fjáröflun 10. bekkjar. Allir nemendur Kópavogsskóla geta nú pantað sína skólapeysu. Mátunardagar verða í anddyri skólans, miðvikudaginn 15. nóvember og mánudaginn 20. nóvember. Kl. 17:00-18:30 og kl. 20:00-21:00. Auglýsing með frekari upplýsingum fór heim í tölvupósti til allra foreldra þann 10. nóvember.